Opnunartími 07:45-17:00 mán - fim
07:45-16:00 fös

565-1090

? Spurt & svarað

Hjólastilling

Hjólastilling

Rétt hjólastilling skiptir höfuðmáli til að auðvelda ökumanni stjórnun ökutækis. Einnig má auka líftíma dekkja til muna með því að huga að hjólastillingu, eldneytiseyðsla minnkar og akstur verður auðveldari.  
Við erum með glænýjan þrívíddar hjólastillingar búnað sem er það nýjasta á markanum um þessar mundir, og þar með einhver fullkomnasti búnaður sem til er.

Hvernig veistu að þú þurfir að hjólastilla þinn bíl , hér að neðan eru nokkur dæmi þar sem líklegt er að ökutæki þarfnist hjólastillingar?

Bíllinn rásar mikið á veginum
Bíllinn réttir sig ekki hnökralaust eftir beyju
Dekkin eru að slitna meira á annari hliðinni heldur en hinni
Langt er síðan bíllinn hefur farið í hjólastillingu
Skipt var um varahlut í stýrisbúnaði t.d. stýrisenda
Stýrið í bílnum er ekki beint
Stýrið skelfur við akstur
Stýrið virkar of létt
Vælir í dekkjum við beygju


 

Veldu gæðaþjónustu BJB - Mótorstillingar. 

Renndu við hjá okkur í Flatahraun 7 í Hafnarfirði eða hafðu samband í síma 565-1090 og pantaðu tíma fyrir bílinn þinn.