08-18:00 mán - fim
08-16:30 fös

565-1090

? Spurt & svarað

Fréttir

EU merkingar hjólbarða auka umferðaöryggi

29.08.2014

EU merkjakerfið auðveldar bíleigendur að greina góða hjólbarða.

Síðustu ár hefur mikið borið á ódýrum hjólbörðum á mörkuðum í Evrópu og á Íslandi. Þessir ódýru hjólbarðar koma flestir frá verksmiðjum í Kína sem gera litlar sem engar gæðakröfur varðandi grip og aðra þætti sem einkenna góða hjólbarða. Það getur verið snúið að vita hvað eru góðir hjólbarðar, því gæðin eru ekki bara fólgin í mynstrinu. Hjólbarðar eru flókin fyrirbæri sem eiga að vinna með fjöðrunarkerfi bílsins [ sjá hér ]. Þættir eins og gúmmíblanda, trefjalög og lega þeirra skipta höfuðmáli varðandi gæði. Hjólbarðar sem eru framleiddir án tillits til ofangreindra þátta geta verið ógn við umferðaöryggi. Þar sem hjólbarðarnir eru eina snerting bílsins við veginn.

 

Til að auðvelda fólki að velja góða hjólbarða er Ísland búið að innleiða reglur Evrópusambandsins (sjá mynd) sem tók gildi frá og með nóvember árið 2012. Settar hafa verið upp prófunarstöðvar fyrir hjólbarða í Hollandi og Þýskalandi, þar sem hjólbörðum verður gefin einkunn á skalanum  A – G fyrir snúningsviðnám (hefur áhrif á eldsneytiseyðslu), hávaða og grip. Allir framleiðendur sem ætla að selja dekk á Evrópumarkaði þurfa að uppfylla þennan staðal og verða allir hjólbarðar að vera merktir.

Hafa skal í huga þegar miðinn sem gefur staðalinn til kynna er skoðaður að hann innihaldi nafn framleiðandans en sé ekki límdur stakkur á dekkin. Það er fyrst merki þess að um falsaða merkingu sé að ræða.

Við hjá BJB fögnum þessum merkingum sem munu auðvelda viðskiptavinum að greina gæði hjólbarða. Öryggi þitt veltur á snertiflötum hjólbarðanna við veginn sem eru aðeins fjórir lófastórir fletir. Við hjá BJB viljum að þessir fjórir fletir séu traustir og seljum einungis góða hjólbarða. Komdu í BJB, við hjálpum þér að velja góða hjólbarða fyrir öryggi þitt og þinna.