08-18:00 mán - fim
08-16:30 fös

565-1090

? Spurt & svarað

Fréttir

Apollo/Vredestein velur BJB.

11.09.2014

Dekkjaframleiðandinn Apollo/Vredestein hefur valið Pústþjónustuna BJB sem umboðsaðila sinn á Íslandi

Enn bætum við þjónustuna, nú með enn betra dekkjaúrvali. Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að hinn vandaði dekkjaframleiðandi, Apollo frá Indlandi, hefur valið BJB sem nýjan umboðsaðila á Íslandi. Við lítum svo á að hér sé enn eitt skrefið tekið í þá átt að bæta þjónustu og umhvefi  hjá BJB og erum við stolt af því.

Apollo framleiðir hágæða dekk í stærðunum 13”-18” fyrir flestar tegundir bíla. Apollo er í eigu Vredestein sem telst vera á meðal sex vönduðustu dekkjaframleiðendum heims og  hefur öryggi alltaf að leiðarljósi við hönnun og framleiðslu. Apollo var Í öðru sæti í síðustu dekkjakönnun FÍB (sumar 2014) og einn af fáum dekkjaframleiðendum í Asíu sem þangað hafa komist. Verður það að teljast góður árangur að standa í virtustu dekkjaframleiðendum heims eins og Nokian, Pirelli, Michelin og Goodyear.

Apollo leggur mikla áherslu á gæðahönnun og rétta efnisnotkun miðað hlutverk dekkjanna. Dekkin er eingöngu framleidd úr náttúrulegum efnum án skaðlegra íblöndunarefna.  Dekk eru nefnilega eitt aðal öryggisatriði bílsins, án þeirra fara bílar ekki neitt. Það skemmir ekki fyrir að þau líti glæsilega út.

Apollo er einn dekkjaframleiðanda sem vaxið hefur hvað mest í Evrópu undanfarin ár. Það gerist þegar sérfræðingar leggja sig alla fram við að bæta og fullkomna  það besta.  Þess vegna  ættir þú að velja Apollo dekkin frá BJB.