08-18:00 mán - fim
08-16:30 fös

565-1090

? Spurt & svarað

Fréttir

Nýtt dekk frá Vredestein

29.10.2014

Hollenski dekkjaframleiðandinn Vredestein hefur gefið frá sér nýtt dekk Wintrac Xtream S

Við höfum loksins fengið í hús til okkar nýjasta dekk Vredestein sem heitir Wintrac Xtream S.

Xtream S eins og við köllum það er hágæða vetrar dekk sem er þróað til þess að standast verstu veður og vinda á kaldasta tíma ársins. Dekkið er með gott grip í snjó, hálku auk þess að dekkiðg gefur framúrskarandi stýriseiginleika.
Samkvæmt Internal Sipe Locking Technology (ISLT) tekur Xtream S einkenni góðra vetrardekkja á nýtt stig. 
Ný tækni í innra byrgði dekksins gerir það að verkum að það er stöðugra, gefur betri stýriseiginleikar og því meira öryggi á miklum hraða. stærðaúrval er mikið, dekkið er mjög flott í útliti enda hannað af ítalska hönnuðnum Giugiaro.
Þetta er hluti af því sem gerir Vredestein Wintrac Xtream S að góðu dekki fyrir afkastameiri bíla.

Á neðangreidum hlekk má sjá hvaða stærðir Vredestein býður upp á.
http://www.vredestein.com/car-tyres/winter/wintrac-xtreme-s/sizes/
Við hjá BJB höfum enn ekki fengið Vredestein Xtreme S í öllum stærðum en fleiri stærðir eru væntanlegar auk þess að við sérpöntum dekk sé þess óskað.