Skip to main content
07:45 - 12:05 & 12:45 - 17:00 mán - fim
|
07:45 - 12:05 & 12:45 - 16:00 fös
+354 565 1090
Flatahraun 7 Kort

Felgur

Mynd
Felgur - Vossen Tesla Model Y

Hjá BJB færðu mikið úrval af felgum undir flestar tegundir bíla, fjórhjóla, sexhjóla, buggy bíla svo fátt eitt sé nefnt. Við bjóðum felgur í flestum stærðum bæði til að gefa bílnum fallegt útlit en einnig bjóðum við upp á felgur til jeppabreytinga. Felgurnar geta verið úr áli og stáli og í ýmsum verðflokkum.

Helstu vörumerki:

- Vossen Wheels - einn flottasti felguframleiðandi heims. Hér eru allar felgur sérpantaðar á hvern og einn bíl með tilliti til stærðar, breiddar og offsets.  Mjög vandaðar felgur fyrir þá sem vilja skera sig úr hópnum.

- GMP Italia - mjög vandaðar felgur á sanngjörnu verði sem svipa mjög til original felgna sem í boði eru fyrir bíla í sport útgáfum. Sumar felgur eru lagervara en annars er almennur afhendingartími um það bil 7-10 dagar frá pöntun.

- Compomotive - sérhannaðar Land Rover felgur til að passa yfir stórar bremsur. Með því er hægt að minnka felguna og hækka profíl dekksins. Þessar felgur henta mjög vel með upphækkunarþjónustunni sem við bjóðum. Felgurnar koma bæði í gráu og svörtu og eru almennt til á lager.

- Vision Wheels - fólksbíla, jeppa, pallbíla, fjórhjóla og buggy felgur sem reynst hafa frábærlega við íslenskar aðstæður. Mikið úrval til á lager

- Alba Racing "Baja Crusher" wheels - Beatlock felgur undir buggy bíla fyrir þá allra hörðustu.  

Felguleitarvél er væntanleg á síðuna innan skamms en þangað til bendum við viðskiptavinum okkar á að hafa samband í síma 565-1090, senda okkur skilaboð á Facebook eða senda okkur tölvupóst á bjb(hjá)bjb.is