Skip to main content
07:45 - 12:05 & 12:45 - 17:00 mán - fim
|
07:45 - 12:05 & 12:45 - 16:00 fös
+354 565 1090
Flatahraun 7 Kort

Felguviðgerðaþjónusta

Mynd
Felguréttingavél

Hjá okkur færðu felguréttingar á ál- og stálfelgum í stærðum 12-24". Við réttum beyglaðar felgur, rennum af felgukannti og sjóðum í ál- og stálfelgur. Við bjóðum einnig upp á hjólbarðaþjónustu og því er hægt að sækja alla þjónustu á einn stað. Við bjóðum einnig upp á að fara með felgur í glerblástur og duftlökkun, stundum einnig nefnt polýhúðun sem hægt er að fá í mörgum litum. 

Almennt er gert ráð fyrir að felgurétting, glerblástur og duftlökkun taki 3-5 virka daga. Einnig bjóðum við upp á að bíllinn standi hjá okkur á meðan á ferlinu stendur. Það spara tíma og fyrirhöfn. Einnig er boðið upp á bíl til leigu á meðan á aðgerðinni stendur gegn vægu gjaldi.