Skip to main content
07:45 - 12:05 & 12:45 - 17:00 mán - fim
|
07:45 - 12:05 & 12:45 - 16:00 fös
+354 565 1090
Flatahraun 7 Kort

Smurþjónusta

Mynd
Olíuskipti

Einfaldasta og hagkvæmasta leiðin til að viðhalda vélinni og hámarka endingu hennar er með því að endurnýja smurolíu og smursíu reglulega þar sem olía missir eiginleika sína við notkun. Einnig er afar mikilvægt að sú olía sem notuð er uppfylli staðla framleiðanda bifreiðarinnar, sé því ekki sinnt getur það leitt til alvarlegrar bilunar. BJB kappkostar að bjóða gæða olíu á sanngjörnu verði sem uppfyllir kröfur bílaframleiðenda. Auk endurnýjunar á smurolíu og smursíu skiptum við um loft-, eldsneytis- og frjókornasíu ef þess er þörf. Einnig inniheldur smurþjónusta m.a. athugun á ástandi annarra vökva, s.s. olíu á drifi, gírkassa eða sjálfskiptingu, auk mælingar á rakamagni í bremsuvökva og ástandsmælingar á rafgeymi. Því má segja að um nokkurskonar léttskoðun sé að ræða. Þurfi að framkvæma skipti á drifum, sjálfskiptinum eða skipta um bremsusvökva er það gert í samráði við viðskiptavini.

Verktími á hvern bíl er tæplega klukkustund að meðaltali og er mælst til þess að viðskiptavinir okkar panti tíma.

Olíuskipti á sjálfskiptingum vilja oft gleymast sem leitt getur til kostnaðarsamra viðgerða. BJB býður olíuskipti á sjálfskiptingum í flestum gerðum bifreiða. Einnig er boðið upp á skipti á sjálfskiptisíum. Með reglulegum olíuskiptum á sjálfskiptingum má koma í vega fyrir kostnaðarsamar viðgerðir. Olíuskipti á sjálfskiptingu eru almennt ekki framkvæmd samhliða smurþjónstu og þarfnast tímapöntunar á verkstæði okkar.