Skip to main content
07:45 - 12:05 & 12:45 - 17:00 mán - fim
|
07:45 - 12:05 & 12:45 - 16:00 fös
+354 565 1090
Flatahraun 7 Kort

Upphækkanir

Mynd
Jeppabreytingar - Land Rover

BJB býður upphækkanir á mörgum gerðum fólksbíla, jepplinga og jeppa. 

Dæmi um breytingar:

Tesla:

 - Model 3 SR / LR - Upphækkunin hækkar bílinn um 45 mm. á fjöðrun auk þess að hægt er að setja 27,3" dekk (original er 26,3") dekk undir bíllinn og hækka hann um 12 mm. í viðbót. Kostir eru óneitanlega hækkun á lægsta puntki bílsins, og beinna innstig í bílinn sem auðveldar aðgengi inn og út úr bílnum. 

- Model Y SR / LR - Í boði er minni og stærri breyting. Minni upphækkunin hækkar bílinn um 45 mm. á fjöðrun auk þess að hægt er að setja allt að 29" dekk (original er 28") undir bíllinn og hækka hann um 12 mm. í viðbót.  Stærri upphækkunin hækkar bílinn um 45 mm. á fjöðrun auk þess að hægt er að setja 30" dekk (orginal 28") un bílinn sem hækkar hann um 24 mm. í viðbót. Bjóðum einnig 18" felgur sem henta mjög vel með báðum þessum breytingarpökkum.

Toyota:

- Land Cruiser 120/150 - Minni 33" breytingin þar sem settir eru upphækkunarklossar sem hækka bílinn um 20 mm. að aftan og 40 mm. að framan. Einnig eru settar 17x9" ET12 felgur þannig að nægilegt svigrúm myndist til að hægt sé að setja 285/70R17 (33") dekk undir bílinn. Þessi breyting gefur bílnum mun meiri drifgetu utan vega og hækka bílinn um ca. 70 mm. hækkun frá original. 

Land Rover:

- Land Rover Discovery 4/5 og Defender - Bjóðum upphækkun á loftpúðafjöðrun fyrir Land Rover upp um allt að 50 mm.