Skip to main content
07:45 - 12:05 & 12:45 - 17:00 mán - fim
|
07:45 - 12:05 & 12:45 - 16:00 fös
+354 565 1090
Flatahraun 7 Kort

Verkstæðisþjónusta

Mynd
Almennar bílaviðgerðir - Tímareim

BJB býður alhliða verkstæðisþjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. Mannauður okkar býr yfir áralangri reynslu í viðgerðum og fyrirbyggjandi viðhaldi ökutækja. 

Verkstæðið er vel búið tækjum til viðgerða og viðhalds bifreiða og er staðsett að Flatahrauni 7 í Hafnarfirði. Við leggjum okkur fram við að hafa hag viðskiptavina okkar og öryggi í huga í hvívetna. BJB kappkostar að fræða og virkja starfsmenn til endurmenntunar auk þess að tækjabúnaður er uppfærður og endurnýjaður eins oft og kostur er.

Fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir ökutækja er mikilvægur þáttur í því að ökutæki haldi verðgildi sínu og hægt sé að treysta á þau þegar á reynir. Með því að sinna reglulegu eftirliti og viðhaldi ökutækja má auka líftíma og endingu bílsins og tryggja öryggi farþega og vegfarenda. BJB býður tveggja ára ábyrgð á öllum vörum og þjónustu sem framkvæmd er á verkstæði okkar. Við kappkostum að halda skráningu yfir allt viðhald sem framkvæmt er hjá okkur til að tryggja rekjanleika og ábyrgð. Það stuðlar svo að hærra endursöluverði.

Hjá okkur færðu:

- Kostnaðaráætlun áður en verk hefst eða eftir að bilanagreining hefur farið fram. Það minnkar líkur á ófyrirséðum kostnaði og stuðlar að góðu upplýsingaflæði til viðskiptavina okkar.

- Tveggja ára ábyrgð á vörum og þjónustu samkvæmt lögum um þjónustukaup.

- Hágæða varahluti og efni sem tryggja gæði og endingu.

Við leggjum okkur fram við að bæta þjónustuupplifun viðskiptavina okkar. Ef þú hefur ábendingu um það sem betur mætti fara eða vilt hrósa starfsfólki okkar fyrir vel unnin störf hvetjum við þig til að senda okkur línu.