Skip to main content
07:45 - 12:05 & 12:45 - 17:00 mán - fim
|
07:45 - 12:05 & 12:45 - 16:00 fös
+354 565 1090
Flatahraun 7 Kort

Viðskiptaskilmálar / Stefnur

Almennir viðskiptaskilmálar:

Vinsamlega lestu viðskiptaskilmála okkar áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að versla við vefverslun okkar samþykkir þú þessa skilmála.

Greiðsluleiðir:

Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumáta í netverslun:

  • Öll helstu greiðslukort
  • Netgíró

Ef upp koma greiðsluvandamál, t.d. ef greitt er með stolnu korti, þá áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntun.

Kortagreiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor.

Afhending vöru: 

Viðskiptavinur getur valið að sækja vörur í verlsun okkar að Flatahrauni 7 í Hafnarfirði og fær viðkomandi tilkynningu þegar vara er tilbúin til afhendingar. Vinsamlega athugið að pantanir eru eingöngu afgreiddar gegn framvísun pöntunarstaðfestingu.

Afgreiðsla og afhending pantana tekur alla jafna 1-2 virka daga. Flestar pantanir eru afgreiddar samdægurs eða daginn eftir.

Velji viðskiptavinur að fá pöntun senda getur hann valið að fá pöntun senda með póstinum eða Flytjanda. Sendingakostnaður greiðist af viðtakanda nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Sendingaaðilar:

  • Flytjandi
  • Pósturinn

Ábyrgðar- og flutningsskilmálar framangreindra sendingaraðila gilda um afhendingar á vörum. Frekari upplýsingar um skilmála flutningsaðila má finna á heimasíðum þeirra.

Sé vara uppseld eða önnur atriði tefja afgreiðslu pöntunar er haft samband við viðskiptavin eins fljótt og hægt er, með upplýsingum um hvenær pöntun verður afgreidd og með hvaða hætti.

Skilaréttur: 

Skilaréttur er 14 dagar gegn framvísun kaupnótu. Skilaréttur þessi gildir ekki af sérpöntunum, sérsmíði og vorum sem sagaðar hafa verið niður að beiðni viðskiptavina. Sama á við um notuðar vörur.

Í boði er endurgreiðsla.

Viðskiptavinur ber kostnað af því að skila vörum og ber ábyrgð á að koma vörunni til seljanda.

Þjónustuskilmálar:

Hjólbarðaþjónusta:

Mælst er til þess að umráðamenn ökutækja sem koma í hjólbarðaþjónustu láti herða yfir felgurær/bolta eftir að hámarki 50 km. akstur.

 

Stefnur:

Persónuverndarstefna:

Það eru okkur mikið kappsmál að tryggja persónuvernd og öryggi upplýsinga. Munum við hvívetna fylgja lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Í mörgum tilvkum er nauðsynlegt að skrá persónuupplýsingar svo sem vegna sölupantana, beiðna um frekari upplýsingagjöf eða þjónustu, þegar bókaður er tími í verkstæðis- og viðhaldsþjónustu, vegna starfsumsókna eða á annan hátt þar sem viðskiptavinir eða aðrir skrá nafn sitt, heimilisfang, símanúmer, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar. Við skuldbindum okkur til að tryggja að þær upplýsingar séu varðveittar á öruggan og tryggan hátt. 

Ofangreindum upplýsingum er ekki miðlað á nokkurn hátt til þriðja aðila til notkunar sem er óskyld starfsemi okkur. Undantekningar á þessu er afhending gagna til lögreglu og er það þá gert á grundvelli lagaheimildar, stjórnvaldsfyrirmæla eða dómsúrskurðar.

Til að tryggja sem besta upplifun og þjónustu við viðskiptavini okkar er upplýsingum safnað við heimsóknir á vefsíður okkar. Slíkar upplýsingar eru fyrst og fremst notaðar í tölfræðilegum tilgangi.

Persónuverndarstefna þessi er gefin út af Pústþjónustu BJB ehf.  og gildir frá október 2022 og til þess tíma er ný persónuverndarstefna tekur gildi.

Umhverfisstefna:

Það er okkur mjög mikilvægt að leggja okkar að mörkum við takmörkun umhverisáhrifa af starfsemi okkar. Við leggjum mikið upp úr flokkun á öllum úrgangi og höldum grænt bókhald. 

Við skuldbindum okkur til að vinna með markvissum hætti að því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar. 

Okkar helstu kappsmál eru að:

  • Starfa samkvæmt lögum og reglum sem gilda um umhverfisvernd og leita leiða til að spara orku, minnka úrgang og
    starfa í sem mestri sátt við umhverfið. 
  • Vinna markvisst að fræðslu og þjálfun starfsfólks okkar til að auka þekkingu á umhverfismálum.