Skip to main content
07:45 - 12:05 & 12:45 - 17:00 mán - fim
|
07:45 - 12:05 & 12:45 - 16:00 fös
+354 565 1090
Flatahraun 7 Kort

Pústkerfi

Mynd
Púst - Tegundir pústkerfa

BJB hefur yfir 40 ára reynslu af sölu, smíði og viðhaldi pústkerfa. Undanfarna þrjá áratugi höfum við verið einn stærsti innflytjandi pústkerfa á Íslandi. Birgjarnir eru um það bil 10 talsins í Evrópu og Ameríku. BJB hefur frá fyrstu tíð kappkostað að veita viðskiptavinum sínum gæðavörur á sanngjörnu verðið. Allar vörur sem seldar eru hjá okkur bera tveggja ára ábyrgð. 

Gott að vita:

- Við sendum pústkerfi og pústhluti hvert á land sem er.

- Mikið magn er til á lager af forsmíðuðum kerfum frá gæða framleiðendum sem passa beint í bílinn.

- Við sérsmíðum pústkerfi í breytta jeppa, sportbíla, dráttarvélar, báta, afþreyingartæki og önnur tæki.

- Við eigum tæki og búnað til að beyja allt upp í 3" pústefni.

- Smíðaefni á lager frá 38-150 mm.