Skip to main content
07:45 - 12:05 & 12:45 - 17:00 mán - fim
|
07:45 - 12:05 & 12:45 - 16:00 fös
+354 565 1090
Flatahraun 7 Kort

Pústþjónusta

Mynd
Pústlager

Við hjá BJB búum yfir 40 ára reynslu af pústviðgerðum og sérsmíði á pústkerfum í ýmsar tegundir bíla og tækja. Pústkerfi bílsins sér til þess að  fyrirbyggja eins og kostur er að mengandi lofttegundir komist út í andrúmsloftið. Pústkerfið sinnir einnig því mikilvæga hlutverki að leiða útblástur bílsins frá innra rými hans og út undan bílnum. Síðast en ekki síst sér pústkerfi bílsins um að draga úr hávaða frá brunhreyfli bílsins sem getur án hljóðkúta verið verulegur. Í nútíma bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti er gerð rík krafa um mengunarvarnir og eru hvarfakútar og sótsíur mikilvægur þáttur í því ferli. Slíkur búnaður getur verið mjög kostnaðarsamur en með réttri meðhöndlun er endingartíminn almennt mjög langur. 

Hjá okkur færðu:

- Kostnaðaráætlun áður en verk hefst eða eftir að bilanagreining hefur farið fram. Það minnkar líkur á ófyrirséðum kostnaði og stuðlar að góðu upplýsingaflæði til viðskiptavina okkar.

- Tveggja ára ábyrgð á vörum og þjónustu samkvæmt lögum um þjónustukaup.

- Hágæða varahluti og efni sem tryggja gæði og endingu.

Við leggjum okkur fram við að bæta þjónustuupplifun viðskiptavina okkar. Ef þú hefur ábendingu um það sem betur mætti fara eða vilt hrósa starfsfólki okkar fyrir vel unnin störf hvetjum við þig til að senda okkur línu.