Skip to main content
07:45 - 12:05 & 12:45 - 17:00 mán - fim
|
07:45 - 12:05 & 12:45 - 16:00 fös
+354 565 1090
Flatahraun 7 Kort

Spurt og svarað

Hvernig panta ég tíma í verkstæðisþjónustu?

Til að panta tíma á verkstæði okkar er best að hafa samband við okkur í síma 565-1090, senda okkur tölvupóst á netfangið bjb(hjá)bjb.is eða senda okkur skilaboð á Facebook. Til stendur að taka í notkun bókanir á netinu á næstu misserum.

Panta ég tíma í dekkjaskipti?

Almennt þarf ekki að panta tíma í dekkjaskipti hjá okkur. En yfir annasamasta tíma ársins, á vorin og haustin, er hægt að panta tíma í dekkjaskipti.

Panta ég tíma í smurþjónustu?

Almennt mælum við með því að viðskiptavinir okkar panti tíma í smurþjónustu. Hafi viðskiptavinir vonir til að komast fljótt að mælum við með að hafa samband við okkur í síma 5651090

Panta ég tíma í pústþjónustu?

Almennt mælum við með því að viðskiptavinir okkar panti tíma í pústþjónustu. Hafi viðskiptavinir vonir til að komast fljótt að mælum við með að hafa samband við okkur í síma 5651090

Er frí ástandskoðun á pústi?

Við bjóðum fría ástandskoðun á pústviðgerðum. Pantaðu tíma í síma 565-1090, með tölvupósti á bjb(hjá)bjb.is eða með því að senda okkur skilaboð á Facebook og við aðstoðum þig við að koma pústkerfinu í lag.

Hvar finn ég réttu dekkin?

Í dekkjaleitarvélinni okkar getur þú fundið mikið af því úrvali sem við bjóðum. Finnir þú ekki stæðina en dekkið sem þú leitar af máttu gjarnan heyra í okkur í síma 565-1090 eða senda okkur tölvupóst á sala(hjá)bjb.is

 

Hvenær er opið?

Opnunartíminn okkar er mánudaga til fimmtudaga frá 07:45 - 12:05 (lokað í hádeginu) 12:45 - 17:00 og á föstudögum frá 07:45 - 12:05 (lokað í hádeginu) 12:45 - 16:00. Alltaf er opið á www.bjb.is.

Opið er á laugardögum yfir háannatíma og er það þá auglýst sérstaklega.

Get ég afhent ykkur bílinn utan opnunartíma?

Já, það er kassa utan á húsinu hjá okkur við innganginn þar sem hægt er að fá umslög og penna. þar er hægt að merkja lykilinn með viðeigandi upplýsingum og setja svo umslagið í lyklalúguna hjá okkur.

Get ég sótt bíl utan opnunartíma?

Já, hægt er að hafa samband við okkur í síma 565-1090 eða með tölvupósti á bjb(hjá)bjb.is og fá greiðsluupplýsingar, eftir að reikningur hefur verið greiddur er lykillinn settur í læst lyklabox með talnalás sem staðsett er utan á húsinu.

Gerið þið tilboð í viðgerðir?

Almenn gerum við ekki föst verðtilboð í viðgerðir en við leggjum okkur fram við að gera nákvæma kostnaðaráætlanir áður en verk hefst til að gefa viðskiptavinum okkar hugmynd um umfang viðgerðar. Kom upp einhver óvæntur auka kostnaður er haft samband við viðskiptavini.

Hvaða greiðslumátar eru í boði?

Við bjóðum eftirfarandi greiðslumáta:

- Öll helstu debit- og kreditkort

- Reiðufé

- Netgíró

- Pei

- Kortalán til allt að 36 mánaða

- Reikningsviðskipti fyrir fyrirtæki - sækja þarf um þau fyrirfram og fá þau samþykkt áður en úttekt fer fram. Best er að senda beiðni um reikningsviðskipti á bokhald(hja)bjb.is