Skip to main content
07:45 - 12:05 & 12:45 - 17:00 mán - fim
|
07:45 - 12:05 & 12:45 - 16:00 fös
+354 565 1090
Flatahraun 7 Kort

Vredestein á rætur að rekja til upphafs 20. aldar og hafur starfað á svið gúmmívinnslu frá upphafi. Fyrst um sinn sérhæfði Vredestein sig í alls konar framleiðslu á vörum úr gúmmí s.s. hæla undir skó, tennisboltum, gólfefni, stígvélum o.fl. 
Eftir bruna í verksmiðjunni árið 1934 hóf Vredestein byggingu á reiðhjóladekkjaverksmiðju sem lagði gruninn að dekkjaframleiðslunni. Það var svo árið 1946 sem Vredestein hóf starfsemi í Enschede eftir að B.F. Goodrich eignaðist 20% eignarhlut í félaginu. Síðan þá hefur félagið vaxið mikið og árið 2009 var félagið yfirtekið af indverska iðnaðarrisanum Apollo. Vredestein bíður í dag breytt vöruúral í hæðsta gæðaflokki á sviði dekkja undir fólksbíla, minni atvinnubíla, landbúnaðartæki, skotbómulyftara og reiðhjól.