Skip to main content
07:45 - 12:05 & 12:45 - 17:00 mán - fim
|
07:45 - 12:05 & 12:45 - 16:00 fös
+354 565 1090
Flatahraun 7 Kort

Púst

Mynd
Pústlager

Útblásturskerfi bíla sem oftast er kallað púst eða pústkerfi.

Megin tilgangur pústkerfa er að draga úr hávaða og útblástursmengun bíla. Í hverjum bíl getur eitt pústkerfi verið allt að 6 einingar en þó algengast að þær séu 2-4. Á framröri er oft hvarfakútur, stundum nefndur mengunarkútur. Því næst er millirör en á því getur líka verið hljóðkútur eða túpa þá kallaður millikútur. Aftasti hluti kerfisins er stundum með hljóðkút sem kallast afturkútur. Hvarfa- eða mengunarkútur breytir útblæstri. Skylda er að hafa slíka kúta í öllum bílum frá árgerðum 1995 og nýrri. í nýrri bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eru mengunarkútar sem oft eru nefndar sótsíur. Þær safna útblásturögnum sem síðan eru brenndar við mjög hátt hitastig.