



Continental VikingContact 7
Continental VikingContact 7 er mjúkgúmmídekk fyrir norðlægar slóðir. Dekkið er frábær staðgengill nagladekkja þar sem Continental hefur sett ný viðmið í stöðugleika og öryggi vetrardekkja. Dekkið er sérstaklega hannað til að gúmmíblandan haldist mjúk í miklum kulda sem tryggir öryggi og rásfestu við allar aðstæður. Dekkið hefur unnið sér sess sem eitt besta vetrardekkið á markaðnum fyrir norðlægar slóðir.
Í stuttu máli:
- „Sigurvegari vetrardekkjakönnunar FÍB í flokki ónegldra vetrardekkja árin 2018 (stig: 91/100), 2019 (stig: 89/100), 2020 (stig: 88/100), 2021 (stig: 91/100).
- „Næstum fullt hús stiga í öllum greinum vetrarfæris“ *
- Dekkið kom á markað árið 2018 í núverandi mynd og tók við af Continental VikingContact 6.
- Til í ótalmörgum stærðum frá 14“-22“.
Helstu kostir:
- Framúrskarandi gott grip í hálku og snjó
- Mjög hljóðlátt
- Öruggt við allar vetraraðstæður
*Vetrardekkjakönnun FÍB 2020.